Nicolo Fagioli mun á morgun skrifa undir nýjan samning við ítalska stórliðið Juventus.
Fagioli var á dögunum dæmdur í sjö mánaða bann frá fótbolta en hann er hluti af stóra veðmálaskandalnum á Ítalíu.
Juventus sér hann hins vegar sem framtíðarleikmann og vill styðja við bakið á honum á erfiðum tímum.
Samningur Fagioli hjá Juventus átti að renna út eftir þrjú ár en hann fær nýjan fimm ára samning og launahækkun.
⚪️⚫️🇮🇹 Nicoló Fagioli will sign new long term deal at Juventus on Friday — it will be valid until June 2028.
Juve decide to increase his salary and support Fagioli on gambling addition; he will be out for the next 10 months then part of Juventus future plans. pic.twitter.com/xG5q8GHxk8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 8, 2023