Federico Valverde hefur skrifað undir nýjan samning við Real Madrid til 2029.
Real Madrid er að vinna í því að semja við sína helstu lykilmenn þessa dagana. Vinicius Jr, Rodrygo, Eder Militao og Eduardo Camavinga hafa einnig skrifað undir nýja samninga.
Spænska stórveldið setur þá klásúlu í samning leikmannanna upp á milljarð evra til að fæla önnur félög frá í framtíðinni.
Valverde er landsliðsmaður Úrúgvæ en hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2016.
✍️ #Valverde2029 ✍️ pic.twitter.com/AYOSLbIW7h
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) November 9, 2023