Hallgrímur Heimisson er nýr aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í kvennaflokki.
Hallgrímur, sem er sonur fyrrum landslðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar, hefur undanfarið starfað fyrir yngri flokka Vals en verður nú hægri hönd Péturs Péturssonar með meistaraflokkinn.
Tilkynning Vals
Hallgrímur Heimisson hefur skrifað undir samning við Val og verður aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna næstu 3 árin.
Hann hefur undanfarið starfað fyrir félagið við þjàlfun yngri flokka með mjög góðum árangri.
Við bjóðum Hallgrím velkominn í teymið og hlökkum til samstarfsins!