Manchester United verður án Casemiro næstu vikurnar hið minnsta og líklega spilar miðjumaðurinn ekki fyrr en á nýju ári.
Casemiro meiddist í leik gegn Newcastle í síðustu viku og nú hefur komið í ljós að meiðsli hans eru alvarleg.
Ofan á bætist svo að bataferli Lisando Martinez gengur ekki vel.
„Það er tímalína en svo vitum við aldrei hvort það komi bakslag í málið,“ segir Erik ten Hag.
„Casemiro og Lisandro eru mikið meiddir, ég á ekki von á þeim fyrr en eftir jól.“
Luke Shaw og Tyrrel Malacia eru hins vegar nær því að snúa aftur og gætu farið að spila aftur á næstu vikum.