Albert Guðmundsson mun líklega framlengja samning sinn við Genoa á næstunni en það útilokar þó alls ekki að hann fari frá félaginu næsta sumar.
Það er ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto sem heldur þessu fram.
Albert hefur farið á kostum með Genoa í Serie A á þessari leiktíð og í kjölfarið hefur hann verið orðaður við stærri lið.
Samningur kappans mun renna út 2026 en Moretto segir að hann muni brátt skrifa undir nýjan og betri samning.
Þó er Genoa opið fyrir því að selja hann í sumar. Lengri samningur mun styrkja samningsstöðu félagsins en kemur ekki í veg fyrir að það selji fyrir rétt verð.
Moretto segir jafnframt að ítalska stórliðið Roma og enska stórliðið Tottenham séu að fylgjast náið með Alberti.
Gudmundsson pronto al rinnovo col Genoa.
Roma e Tottenham osservano la situazione per giugno.
— Matteo Moretto (@MatteMoretto) November 8, 2023