fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Nýjasti hópur Hareide: Gylfi á sínum stað – Jóhann Berg og Stefán koma inn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 10:34

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í tveimur leikjum í nóvember.

Leikirnir eru báðir liður í undankeppni EM 2024 og fara þeir báðir fram ytra. Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava 15. nóvember og Portúgal í Lissabon 19. nóvember.

Jóhann Berg Guðmundsson og Stefán Teitur Þórðarson koma inn í hópinn. Andri Lucas Guðjohnsen fær ekki kallið að þessu sinni.

Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í hópnum og sömu sögu er að segja um Aron Einar Gunnarsson sem mun ekki spila með félagsliði sínu Al-Arabi fram að áramótum.

Albert Guðmundsson er áfram fjarverandi vegna rannsóknar á lögreglu vegna kæru um kynferðisbrot sem lögð var fram í haust.

Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Portúgal hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með 16 stig.

Hópurinn
Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff City – 27 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – IF Elfsborg – 4 leikir
Elías Rafn Ólafsson – C. D. Mafra – 5 leikir

Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 102 leikir, 5 mörk
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete FC – 12 leikir
Hjörtur Hermannsson – Pisa SC – 26 leikir, 1 mark
Guðlaugur Victor Pálsson – KAS Eupen – 40 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted – Twente – 20 leikir
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland – 44 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby Boldklub – 6 leikir

Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf – 22 leikir, 3 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 32 leikir, 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 15 leikir, 3 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley F.C. – 88 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson – AGF – 24 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 51 leikur, 5 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson – Lyngby Boldklub – 80 leikir, 27 mörk
Willum Þór Willumsson – Go Ahead Eagles – 6 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 17 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers F.C. – 28 leikir, 2 mörk

Alfreð Finnbogason – KAS Eupen – 71 leikur, 18 mörk
Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn – 4 leikir, 1 mark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða