Clint Dempsey var gestur á CBS í gær en stöðin er með öll réttindi í kringum Meistaradeild Evrópu þar í landi.
Demspey sem lék lengi vel á Englandi og átti farsælan feril með Bandaríkjunum setti tóninn í byrjun þáttar.
„Hvernig hefur lífið verið hjá þér?,“ spurði Kate Abdo sem stýrir þættinum fyrir CBS.
„Frá því að ég kom síðast þá hef ég farið í herraklippingu, ekki fleiri krakkar á mig,“ sagði Dempsey.
Micah Richards og Jamie Carragher voru orðlausir til að byrja með en sprungu svo úr hlátri.
Carragher varð svo forvitinn. „Hvernig var þetta?,“ sagði Carragher.
„Þetta var ekki eins slæmt og ég hafði hugsað mér,“ svaraði Dempsey.
The #UCL crew are back and #USMNT legend @clint_dempsey has an important life update. 😂 ✂️ pic.twitter.com/zlVYRymGSU
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) November 7, 2023