John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea var í gír á mánudag þegar hann horfði á sitt gamla félag vinna 4-1 sigur á grönnum sínum í Tottenham.
Chelsea vann þar 4-1 sigur en Tottenham fékk tvö rauð spjöld í leiknum.
Terry birti færslu af sér á Instagram sem fór ekkert sérstaklega vel í James Maddison leikmann Chelsea.
„Þegar Chelsea vinnu 4-1 sigur á Spurs og tekíla flaskan er tekin upp þrátt fyrir að það sé skóli á morgun, þú endar á barnum dansandi og syngjandi,“ skrifar Terry og birtir mynd af sér og konu sinni í stuði.
Við þetta var Maddison ekki sáttur. „Jesús, varstu með lokuð augun þegar það var 11 á móti 11 fyrstu 15 mínúturnar,“ segir Maddison.
Terry. segir Maddison að hafa ekki áhyggjur af þessu, hann muni venjast því að tapa gegn Chelsea.