fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Útskýrir umdeilda ákvörðun sína í gær sem nú er á allra vörum

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn svakalegasti leikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa fór fram í gærkvöldi þegar Tottenham tók á móti Chelsea.

Chelsea vann að lokum 1-4 sigur en lið Tottenham var tveimur mönnum færri frá 55. mínútu þegar Destiny Udogie fékk sitt annað gula spjald. Í fyrri hálfleik hafði Cristian Romero fengið að fjúka út af.

Tottenham hélt leikmönnum Chelsea í skefjum í 20 mínútur, tveimur mönnum færri í stöðunni 1-1. Þá brast stíflan hins vegar og Nicolas Jackson kom Chelsea yfir, en hann gerði þrennu í leiknum.

Það vakti gríðarlega athygli þegar leið á leikinn að Tottenham breytti leikplani sínu ekki þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri. Spilaði liðið með varnarlínuna hátt uppi og bar það reyndar árangur í nokkur skipti í færasköpun.

Var liðið þó oft á tíðum galopið til baka en markvörðurinn Guglielmo Vicario varði nokkrum sinnum frábærlega.

„Þetta er bara það sem við erum. Við munum gera þetta eins lengi og ég er hérna,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, um ákvörðun sína að breyta ekki um leikstíl eftir leik.

„Þó við séum með fimm leikmenn eftir á vellinum munum við alltaf sækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið