Manchester City á þrjá fulltrúa í liði helgarinnar á Englandi þar sem liðið lék sér að Bournemouth í enska boltanum.
WhoScored tekur saman en Jeremy Doku fékk 10 í einkunn, hann lagði upp fjögur mörk og skoraði eitt.
Manchester United á tvo fulltrúa í liðinu en í hjarta varnarinnar er Harry Maguire.
Chelsea á sína þrjá fulltrúa eftir góðan sigur á Tottenham þar sem heimamenn fengu tvö rauð spjöld og Chelsea gekk á lagið.
Lið helgarinnar í enska er hér að neðan.