Ibrahima Konate, miðvörður Liverpool, viðurkennir að það yrði erfitt að segja nei við Paris Saint-Germain ef kallið kæmi.
Konate hefur verið hjá Liverpool síðan 2021 en hann er franskur landsliðsmaður. Í viðtali á dögunum var hann spurður út í það hvort hann væri til í að ganga í raðir PSG ef kallið kæmi, en kappinn er fæddur og uppalinn í París.
„Ef ég segði nei væri ég að ljúga. En ef þú ert að spyrja hvort það sé markmið mitt þá er það ekki svoleiðis,“ sagði Konate.
„PSG hefur sótt marga leikmenn sem skilja hvorn annan og spila jafnvel með hvorum öðrum í franska landsliðinu. Það gleður stuðningsmennina. Þeir hafa lengi beðið eftir því að vera með leikmenn frá París eða þá allavega Frakklandi í liðinu.“