Benjamin Mendy fyrrum varnarmaður Manchester City reynir nú að selja húsið sitt í Manchester og hefur lækkað verðmiðann um 130 milljónir.
Mendy flutti frá Bretlandi í sumar eftir að hafa hreinsaður af grófum ásökunum um ítrekaðar nauðganir.
Mendy var settur í fangelsi og síðar var hann laus gegn tryggingu í tæp tvö ár.
Í réttarhöldum var hann hreinsaður af öllum ásökunum og sýknaður. Mendy er 29 ára gamall og vantar fjármuni eftir tvö ár án launa.
Mendy vill fá 870 milljónir króna fyrir húsið þar sem sundlaug er inni og góður bíósalur.
Mendy er mættur aftur á völlinn og leikur nú með Lorient í Frakklandi.