Kyle McLagan er genginn í raðir Fram á nýjan leik. Hann kemur frá Víkingi.
Bandaríski varnarmaðurinn var hluti af liði Fram sem fór upp úr Lengjudeildinni og í Bestu deildina 2021 en söðlaði þá um og gekk í raðir Víkings.
Var Kyle í tvö tímabil í Fossvoginum en hann lék þó ekkert á því síðasta vegna krossbandsslita.
Fram hafnaði í tíunda sæti Bestu deildar karla í sumar.
Tilkynning Fram
Góðu fréttirnar halda áfram að rúlla inn í Úlfarsárdalinn!
Kyle McLagan er kominn aftur heim í bláu treyjuna, en hann þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum. Kyle spilaði stórt hlutverk í að koma Fram aftur í deild þeirra bestu og nú treystum við á að hann spili stórt hlutverk í að koma Fram á enn hærra stig.