fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

KSÍ óskar eftir því að heimaleikur Íslands fari fram á erlendri grundu – „Stjórn KSÍ harmar ákaflega þá stöðu sem íslensk knattspyrna er í“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 12:43

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ þann 31. október var ákveðið að sambandið myndi óska eftir því við UEFA að mögulegur heimaleikur karlalandsliðsins snemma á næsta ári yrði leikinn á erlendri grundu. Það sama gæti orðið uppi á teningnum með umspilsleik kvennalandsliðsins í febrúar.

Karlalandsliðið er að öllum líkindum á leið í umspil um sæti á EM næsta sumar í gegnum Þjóðadeildina og verður það spilað í mars. Undanúrslitaleikur verður leikin ytra en verður dregið um hvor á heimaleik í úrslitaleik um sæti á EM.

Fari svo að Ísland fái heimaleik mun KSÍ óska eftir því að sá leikur fari fram á hlutlausum velli utan Íslands.

Stjórn KSÍ harmar ákaflega þá stöðu sem íslensk knattspyrna er í vegna aðstöðuleysis, þrátt fyrir alla þá vinnu sem hefur verið unnin undanfarin ár. Það er þungbær ákvörðun fyrir stjórn KSÍ að samþykkja að óska formlega eftir því við UEFA að mögulegur heimaleikur A landsliðs karla í mars 2024 verði leikinn á hlutlausum velli utan Íslands enda eru aðstæður ekki fyrir hendi til að leika þann leik hérlendis,“ segir í fundargerð frá stjórnarfundi KSÍ.

Þá gæti kvennalandsliðið átt heimaleik í umspili Þjóðadeildarinnar í febrúar. „Þá samþykkti stjórn KSÍ enn fremur að sækja um undanþágu frá UEFA fyrir mögulegan heimaleik A landsliðs kvenna í febrúar 2024,“ segir enn fremur í fundargerðinni.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“