Pep Guardiola, stjóri Manchester City var spurður af því á fréttamannafundi í dag af hverju hann hefði aldrei verið rekinn á þjálfarferli sínum.
Guardiola hefur stýrt Barcelona, FC Bayern og Manchester City á ferli sínum.
„Ég skal nú alveg segja þér leyndarmálið, við vinnum leiki. Ef ég vinn ekki leiki þá verð ég rekinn,“ segir Guardiola um málið.
Guardiola hefur verið afar sigursæll og mun sagan dæma hann sem einn besta þjálfara sögunnar.
„Þegar ég var yngri þá var hefðin í Englandi að halda í þjálfara sinn, það sem hefur breyt er öll fjárfestingin og ég get því skilið pressuna.“
„Stundum virka hlutirnir, stundum ekki. Þú verður bara að aðlagast þessum breytta heimi.“