Robert Garland, 44 ára íbúi í London hefur játað því að hafa verið með rasisma í garð Son Heung-min, fyrirliða Tottenham.
Atvikið átti sér stað í leik Crystal Palace og Tottenham í maí á þessu ári.
Garland hafði játað að hafa verið með rasisma í garð Son sem kemur frá Suður-Kóreu.
Dómari dæmdi hann í þriggja ára bann frá knattspyrnuleikjum í Bretlandi og tók Garland þeim dómi og játaði brot sitt.
Ensk yfirvöld virðast taka hart á svona atvikum en á dögunum var maður dæmdur fyrir rasisma í garð Rio Ferdinand, sjónvarpsmanns hjá TNT Sports sem var að vinna við leik hjá Wolves þegar hann varð fyrir fordómum.