Aðeins fjögur félög í heiminum eru með leikmannahópa sem metnir eru á meira en einn milljarð evra. Manchester City trónir á toppnum.
City er með hóp sem er metinn á 1,26 milljarð evra en það er Transfermarkt sem tekur saman.
Arsenal kemur þar rétt á eftir en PSG og Real Madrid eru einnig með hópa sem eru metnir á meira en milljarð evra.
Chelsea er nálægt því að vera með hóp sem er metinn á milljarð en félagið hefur verslað mikið síðustu ár.
Listinn er áhugaverður og er hér að neðan.
Verðmætustu leikmannahóparnir:
Manchester City – €1.26 billion
Arsenal – €1.10 billion
Paris Saint-Germain – €1.07 billion
Real Madrid – €1.03 billion
Chelsea – €999 million
Bayern Munich – €948.15 million
Manchester United – €877.30 million
Liverpool – €877.30 million
Barcelona – €862 million
Tottenham – €747.60 million