Nýliðar Luton fengu Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í gær og var ljóst að verkefnið var alltaf að fara verða erfitt.
Luton spilaði afskaplega aftarlega í þessum leik og var ljóst að leikplanið væri að beita skyndisóknum gegn gestunum. Gestirnir voru miklu sterkari aðilinn og fengu fullt af færum en það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið.
Heimavöllur Luton er komin vel til ára sinna en það mátti helst sjá þegar líða tók á leikin þegar loftið á klósettinu hrundi niður.
Heppni var að leikurinnn var í gangi og fáir á klósettinu þegar þetta gerðist.
Tahith Chong, fyrrum leikmaður Manchester United, sá um að koma Luton yfir. Það var svo á 95. mínútu sem Liverpool jafnaði metin og var það enginn annar en Luiz Diaz.
Diaz hefur verið í umræðunni undanfarið en fjölskyldu hans var rænt í heimalandinu, Kólumbíu, og er faðir hans enn í haldi.