Harry Kane hefur verið gjörsamlega frábær hjá FC Bayern eftir að hafa komið til félagsins í ágúst frá Tottenham.
Kane og fjölskylda hans hefur síðustu mánuði verið að leita sér að heimili í Munchen án árangurs.
Þannig segja þýskir miðlar frá því að Kane sé nú búinn að vera með svítuna á Munich’s Vier Jahreszeiten Kempinski hótelinu frá því að hann mætti.
Nóttin þar kostar 10 þúsund pund og segja þýskir miðlar að reikningurinn hjá Kane sé nú orðinn 1 milljón punda.
Kane er þrítugur og hefur alveg efni á slíkum reikningi en hann þénar 415 þúsund pund á viku hjá Bayern.
Kane hefur skoðað mörg falleg hús í Munchen en ekki fundið það sem hentar honum, konu hans og börnum.