Alllir leikmenn Manchester United mættu út að borða í gærkvöldi nema Marcus Rashford. Vekur þetta athygli hjá enskum blöðum. Um er að ræða launahæsta leikmann liðsins og líklega þekktasta nafnið í hópnum.
Leikmenn Manchester United reyna að þétta raðirnar og fóru út að borða í gærkvöldi í Manchester, sáust allar stjörnur saman á MNKY HSE sem er vinsæll staður í borginni.
United liðið vann sigur á Fulham á laugardag en þarf að fara til Kaupmannahafnar á miðvikudag og sækja þrjú stig í Meistaradeildinni.
Rashford var ekki í hóp hjá United um helgina en hann var sagður meiddur, sumir telja að Erik ten Hag hafi verið að refsa honum fyrir að fara á djammið eftir tap gegn Manchester City helgina á undan.
Rashford mætti ekki í gær en þarna voru Bruno Fernandes, Christian Eriksen, Antony, Rasmus Hojlund, Harry Maguire og allir hinir sem spila stórt hlutverk í liðinu.