Steven Gerrard stjóri Al-Ettifaq í Sádí Arabíu segir að félagið muni vaða inn á markaðinn í Evrópu í janúar til að reyna að styrkja liðið sitt.
Peningarnir í Sádí Arabíu eru slíkir að margir leikmenn vilja komast þangað og fá betur borgað.
Gerrard fékk Jordan Henderson frá Liverpool til sín í sumar og sótti sér einnig aðra sterka leikmenn.
„Ég get lofað stuðningsmönnum okkar að við förum til Evrópu til að sækja okkur fleiri kosti,“ segir Gerrard.
„Við verðum líka að skoða markaðinn hér heima og styrkja okkur hér líka.“’
Gerrard tók við Al-Ettifaq í sumar eftir að hafa verið lengi í viðræðum við félagið um að taka við.