Marcel Sabitzer, leikmaður Borussia Dortmund, segir leiðinlegt að horfa upp á stöðuna hjá sínu fyrrum félagi, Manchester United.
Sabitzer var á láni hjá United seinni hluta síðustu leiktíðar hjá Bayern. Hann fór í sumar en var sjálfur mjög opinn fyrir því að vera áfram.
„Ég lít mjög jákvæðum augum á tíma minn hjá Manchester United og hefði elskað það að vera áfram.“
Eins og flestir vita gengur erfiðalega hjá United þessa stundina og vonast Sabitzer til að gengið fari að batna.
„Maður spyr sig hvað er eiginlega í gangi. Það eru mikil læti og úrslitin eru ekki góð. Liðið er að tapa á heimavelli sem var varla að gerast á síðustu leiktíð.
Svo eru það eigendamálin sem eru enn í óvissu. Ég finn til með þeim því þetta eru góðir strákar. Þá langar að gera mikið betur,“ segir Sabitzer.