David Moyes stjóri West Ham skoðar það alvarlega að hætta í þjálfun næsta vor og fara að njóta lífsins án þess að vera í vinnu.
Moyes sem er sextugur hefur átt nokkuð góðan feril sem þjálfari en hann var lengi vel með Everton.
Hann tók svo við Manchester United árið 2013 en var rekinn á sínu fyrsta tímabili þar.
Moyes hefur náð góðum árangri með West Ham síðustu ár en samkvæmt Daily Mail skoðar hann það nú að leggja niður störf.
UEFA hefur samkvæmt blaðinu á að fá Moyes til starfa og vinna þar sem sendiherra þegar kemur að Evrópukeppnum.