Orri Steinn Óskarsson átti flottan leik fyrir lið FC Kaupmannahöfn í dag sem mætti Randers í Danmörku.
Orri þurfti að sætta sig við bekkjarsetu að þessu sinni en kom inná sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Andreas Cornelius.
Staðan var 1-1 er Orri kom inná Randers komst svo yfir á 60. mínútu og útlitið ekki of bjart fyrir gestina.
FCK átti hins vegar eftir að skora þrjú mörk og vann 4-2 sigur og lagði Orri upp þriðja og fjórða markið.
Frábær innkoma hjá íslenska landsliðsmanninum en FCK er á toppi deildarinnar með 32 stig eftir 14 leiki.