Það var svo sannarlega ekki auðvelt fyrir goðsögnina Pierluigi Collina að dæma úrslitaleik HM árið 2002.
Collina er af mörgum talinn besti dómari allra tíma en hann lagði flautuna á hilluna árið 2006 og hefur síðan starfað fyrir UEFA.
Collina upplifði ansi erfiða tíma fyrir úrslitaleikinn á HM 2002 og læsti sjálfan sig inni í 36 tíma svo hann gæti skoðað bæði lið til hins ýtrasta.
,,Ég man eftir því þegar ég var beðinn um að dæma á úrslitaleik HM árið 2002 á milli Brasilíu og Þýskalands,“ sagði Collina.
,,Ég þurfti að biðja um spólur af báðum liðunum. Ég læsti sjálfan mig inni í herbergi í 36 tíma, ég horfði á hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik.“
,,Markmið dómara er að vera skrefi á undan, að vita hvað mun eiga sér stað áður en það gerist. Á þessum tíma var óvenjulegt að undirbúa sig á þennan hátt en ég er glaður með að það sé venjan í dag.“
,,Fólk var farið af hafa áhyggjur af mér en ég vildi bara sinna minni vinnu, sinna henni eins vel og mögulegt var.“