fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Læsti sjálfan sig inni í 36 tíma og fólk var farið að hafa áhyggjur – ,,Ég horfði á hverja einustu mínútu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var svo sannarlega ekki auðvelt fyrir goðsögnina Pierluigi Collina að dæma úrslitaleik HM árið 2002.

Collina er af mörgum talinn besti dómari allra tíma en hann lagði flautuna á hilluna árið 2006 og hefur síðan starfað fyrir UEFA.

Collina upplifði ansi erfiða tíma fyrir úrslitaleikinn á HM 2002 og læsti sjálfan sig inni í 36 tíma svo hann gæti skoðað bæði lið til hins ýtrasta.

,,Ég man eftir því þegar ég var beðinn um að dæma á úrslitaleik HM árið 2002 á milli Brasilíu og Þýskalands,“ sagði Collina.

,,Ég þurfti að biðja um spólur af báðum liðunum. Ég læsti sjálfan mig inni í herbergi í 36 tíma, ég horfði á hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik.“

,,Markmið dómara er að vera skrefi á undan, að vita hvað mun eiga sér stað áður en það gerist. Á þessum tíma var óvenjulegt að undirbúa sig á þennan hátt en ég er glaður með að það sé venjan í dag.“

,,Fólk var farið af hafa áhyggjur af mér en ég vildi bara sinna minni vinnu, sinna henni eins vel og mögulegt var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“