Erling Haaland er ekki alvarlega meiddur að sögn Pep Guardiola, stjóra Manchester City, sem tjáði sig eftir leik við Bournemouth.
Englandsmeistararnir voru í engum vandræðum með Bournemouth og skoruðu sex mörk í öruggum sigri.
Haaland átti engan stórleik en hann var tekinn af velli í fyrri hálfleik og hvorki skoraði né lagði upp í viðureigninni.
Guardiola hefur þó staðfest það að Haaland sé ekki alvarlega meiddur og ætti að snúa aftur til leiks í næstu viku.
,,Hann sneri sig á ökkla, við vildum ekki taka neina áhættu, honum leið ekki vel,“ sagði Guardiola.
,,Hann mætir mögulega aftur á þriðjudaginn og ef ekki þá verður hann mættur næsta sunnudag.“