Luis Diaz var hetja Liverpoool í kvöld er liðið spilaði á móti Luton í ensku úrvalsdeildinni.
Hahith Chong kom Luton yfir í þessum leik og virtist það mark lengi ætla að tryggja heimaliðinu óvæntan sigur.
Diaz kom til bjargar í blálokin og jafnaði metin í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður undir lokin.
Diaz fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu frá Sky Sports sem og aðrir leikmenn bæði Luton og Liverpool.
Luton: Kaminski (8), Kabore (8), Osho (7), Lockyer (7), Mengi (8), Doughty (7), Nakamba (7), Ogbene (7), Barkley (6), Morris (7), Townsend (6)
Varamenn: Chong (8), Adebayo (6), Brown (n/a)
Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (8), Van Dijk (8), Konate (6), Gomez (6), Mac Allister (6), Gravenberch (7), Szoboszlai (6), Salah (7), Jota (6), Nunez (5)
Varamenn: Elliott (8), Gakpo (6), Tsimikas (6), Diaz (8)