Björn Daníel Sverrisson er búinn að skrifa undir nýjan samning við FH en þetta var staðfest í dag.
Um er að ræða 33 ára gamlan miðjumann en Björn var lengi atvinnumaður og lék með AGF, Vejle og Viking.
Samningur leikmannsins átti að renna út í þessum mánuði en hefur nú krotað undir eins árs framlengingu.
Undanfarin fjögur ár hefur Björn leikið með uppeldisfélagi sínu og sinnir þar lykilhlutverki.
Góðan daginn kæru FH-ingar.
Björn Daníel Sverrisson hefur skrifað undir nýjan 1 árs samning🤝#ViðErumFH pic.twitter.com/bQP9eNkBtB— FHingar (@fhingar) November 5, 2023