Crystal Palace ætlar að gera allt mögulegt til að halda sóknarmanninum Eberechi Eze sem er orðaður við stærri lið á Englandi.
Eze er einn allra mikilvægasti leikmaður Palace en hann er orðaður við Manchester City sem gæti lagt fram tilboð í janúar.
Um er að ræða 25 ára gamlan leikmann sem samdi við Palace árið 2020 og gerði þá fimm ára samning.
TeamTalk fullyrðir að Palace sé tilbúið að þrefalda laun Eze sem er verðmetinn á 50 milljónir punda.
Ef samningar nást ekki eru allar líkur á að Palace selji hann á næsta ári svo hann fari ekki frítt ári seinna.