Það voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Lyngby sem spilaði við OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Um var að ræða skemmtilegan leik sem lauk með jafntefli en einn Íslendingur komst á blað að þessu sinni.
Sævar Atli Magnússon skoraði annað mark Lyngby í viðureigninni en hann setti boltann í netið á 52. mínútu.
Sævar kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik eftir meiðsli Tobias Storm og nýtti tækifærið í 2-2 jafntefli.
OB jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir en Lyngby var mun sterkari aðilinn og eitt stig því svekkjandi fyrir Frey Alexandersson og hans menn.