Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna var Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, gestur.
Manchester United var að sjálfsögðu til umræðu í þættinum en telja bæði Hrafnkell og Gunnar að Erik ten Hag sé á útleið. Vill Hrafnkell sjá Roberto De Zerbi, sjóra Brighton, taka við.
„Hann spilar bara brasilískan bílastæðafótbolta og það er bara stemmari. Hann gat gert það með James Milner, Joel Veltman, Billy Gilmour. Af hverju ætti hann ekki að gera gert þetta með þessa Manchester United leikmenn.“
Gunnar heldur að það þurfi stærra nafn til.
„Ég held að Zidane eða einhver á því kalíberi væri sá sem Manchester United ætti að fara í.“