Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna var Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, gestur.
Manchester United tapaði 0-3 gegn Manchester City um síðustu helgi en Hrafnkell skellti sér á grannaslaginn.
„Þetta var lélegra en ég hélt. Það var eiginlega sjokkerandi að sjá þetta,“ sagði hann.
„Sá leikmaður sem heillaði mig mest var eiginlega bara Hojlund. En hann er bara ekki með neina þjónustu. Það er power í honum og hann er viljugur.“
Gunnar tók til máls.
„Þetta er eiginlega komið á þann stað að maður vorkennir United. Maður veit ekki hvaða skref á að stíga og hvenær á að stíga þau en lausnin virðist alltaf vera að reka þjálfarann.“
Umræðan í heild er í spilaranum.