Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna var Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, gestur.
Ballon d’Or verðlaunin voru veitt á dögunum og hlaut Lionel Messi þau í áttunda sinn. Það vissu þó allir fyrir fram því fótboltablaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, hafði lekið úrslitunum.
„Mér fannst það lélegt af honum. Þetta er eitthvað sem enginn vill vita fyrr en þú horfir á þetta,“ sagði Hrafnkell um málið.
Gunnar tók til máls.
„Hérna heima lekur ekki einu sinni hver verður íþróttamaður ársins, samt er þetta lítið samfélag.“
Umræðan í heild er í spilaranum.