fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Greinir frá sláandi staðreynd um það sem gekk á í Laugardalnum í vikunni – „Ég þekki góðan mann sem ákvað að telja það“

433
Laugardaginn 4. nóvember 2023 07:00

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna var Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV, gestur.

Íslenska kvennalandsliðið mætti Dönum og Þjóðverjum í Þjóðadeildinni á dögunum og tapaði báðum leikjum, þeim fyrri 0-1 og seinni 0-2. Gunnar sér bætingu á liðinu þó þær megi verða meiri.

„Auðvitað er þetta betra en 4-0 tapið úti í Þýskalandi, þar sem liðið náði ákveðnum lágpunkti. En við megum ekki gleyma því að Þjóðverjar fá 2-3 dauðafæri á fyrstu 12 mínútunum. Það má ekkert miklu muna að þessi leikur líti allt öðruvísi út á skortöflunni,“ sagði hann í þættinum.

„Mér fannst leikurinn gegn Dönum mjög flottur að mörgu leyti. Mér fannst við sjá svolítið það sem við kölluðum eftir þar, að það sé vilji til að halda í boltann og aðeins skemmtilegra að horfa á liðið.“

Getty Images

Hrafnkell var ekki svo hrifinn af því sem hann sá.

„Mér fannst ekki nægilega mikið um það. Það komu kaflar á móti Dönum en ég þekki góðan mann sem ákvað að telja hvað Ísland myndi ná mörgum sendingum á milli gegn Þýskalandi. Þær náðu einu sinni sex sendingum sín á milli. Þetta var bara ekki gott spilalega séð en viljinn og baráttan var mjög flott.“

Gunnar tók til máls á ný.

„Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að við erum að horfa á lið sem við vorum áður að pakka saman, eins og Portúgal sem spilar mjög skemmtilegan fótbolta og fór eiginlega illa með okkur í umspilinu fyrir HM, fara fram úr okkur.

Önnur lönd eru að átta sig og setja pening og fókus í þetta. Lið átta sig á að þú getur ekki bara verið með frábært karlalandslið og að kvennaliðið sé eftirbátur þess, það virkar ekki þannig lengur.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
Hide picture