Newcastle 1 – 0 Arsenal
1-0 Anthony Gordon(’64)
Newcastle vann stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Arsenal í ansi fjörugum leik.
Það var ekki of mikið af færum í þessari viðureign en það var alveg ljóst að bæði lið voru mætt til að sækja þrjú stig.
Harkan var gríðarleg í leiknum en aðeins eitt mark var skorað og það gerði Anthony Gordon í seinni hálfleik.
Markið var ansi umdeilt en VAR þurfti að fara yfir þrjú atvik áður en það var dæmt gott og gilt.
Mark Gordon reyndist að lokum munurinn á St. James’ Park og er þetta fyrsta tap Arsenal í deildinni á tímabilinu.