Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var hetja liðsins í dag gegn Fulham.
Portúgalinn skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma en frammistaða sigurliðsins var ekki upp á marga fiska.
Harry Maguire fékk að byrja þennan leik en hann hefur verið töluvert gagnrýndur á þessu ári.
Bruno segir að þessi gagnrýni hafi oft verið ósanngjörn og nýtur þess klárlega að spila með enska landsliðsmanninum.
,,Ég vil ekki einbeita mér of mikið að einum leikmanni en Harry Maguire hefur fengið ósanngjarna gagnrýni,“ sagði Bruno.
,,Hann er að standa sig mjög vel og á skilið virðingu. Ég vona að hann haldi þessari spilamennsku áfram.“