Mikel Arteta, stjóri Arsenal, neitaði að gagnrýna Kai Havertz á blaðamannafundi sem fór fram í gær.
Havertz gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í sumar en hann hefur ekki beint staðist væntingar á Emirates.
Havertz stóðst heldur ekki væntingar hjá Chelsea en hann kostaði Arsenal 65 milljónir punda í glugganum.
Blaðamaður spurði Arteta að því hvort byrjun Havertz væru vonbrigði en hann neitaði að gagnrýna sinn mann.
,,Ég ætla ekki að gagnrýna einn einstakling. Við erum lið,“ sagði Arteta á blaðamannafundi.
Havertz fær líklega einhverjar mínútur er Arsenal spilar við Newcastle í úrvalsdeildinni í kvöld.