Manchester United hefur staðfest að Casemiro verði frá í nokkar vikur.
Casemiro hafði misst af tveimur deildarleikjum í röð en snéri aftur í tapi gegn Newcastle í deildarbikarnum í vikunni.
Miðjumaðurinn fór meiddur af velli í hálfleik og nú er ljóst að hann verður frá í einhverjar vikur.
Þetta er áfall fyrir United enda er Casemiro lykilmaður.
United mætir Fulham á morgun. Liðið hefur verið í mikilli krísu og sæti stjórans Erik ten Hag heitt.