Erik ten Hag stjóri Manchester United veit að hann er í holu, hann veit að tap gegn Fulham á laugardag gætu orðið til þess að hann yrði rekinn úr starfi.
Ten Hag hefur tapað átta af fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og leikmenn hafa að því er virðist misst trúna á honum.
Ensk blöð segja frá því í dag að hver og einn einasti leikmaður United hafi í gær og muni í dag fara til fundar með Ten Hag.
Vill hann fá að vita frá hverjum og einum hvaða vandamál eru, og hvað í fari hans eða þjálfarateymisins sé hægt að bæta.
Hann vill hreinsa loftið með öllum en um er að ræða verstu byrjun Manchester United í 61 ár.