Liverpool hefur náð samkomulagi við Andre Trindade miðjumann Fluminense samkvæmt fréttum í Brasilíu.
Trindade er 22 æara gamall landsliðsmaður frá Brasilíu en Liverpool skoðaði það að kaupa hann í sumar.
Forseti félagsins staðfestir viðræður við Liverpool og miðlarnir segja að Liverpool sé búið að semja við kauða um kaup og kjör.
„Ég er ekki að selja leikmenn núna, en ef þeir vilja fá hann í janúar þá getum við farið að byrja viðræður,“ sagði Mario Bittencourt, forseti félagsins og staðfesti samtal við Liverpool.
Fluminense er að keppa við Boca Juniors í Copa Libertadores í vikunni og eftir það er möguleiki á að Trindade fari.