Aaron Ramsdale markvörður Arsenal fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Arsenal í gær eftir langa dvöl á bekknum.
David Raya kom á láni til Arsenal í sumar og eftir nokkra leiki á beknum tók hann stöðuna af Ramsdale.
Ramsdale fékk hins vegar sénsinn í byrjunarliði Arsenal gegn West Ham í deildarbikarnum í gær.
Arsenal var nú svo gott sem búið að tapa leiknum þegar Ramsdale gaf þriðja markið.
Skot kom nokkuð beint á Ramsdale sem tókst ekki að verja hann. „Nú skila stuðningsmenn Arsenal af hverju Mikel Arteta setti Ramsdale á bekkinn,“ segir í fyrirsögn The Sun um málið.
Just look at Ramsdalepic.twitter.com/ax1wZj8yOc
— Olons (@_olons) November 2, 2023