Dánarorsök Sir Bobby Charlton voru að hann féll á gluggakistu á hjúkrunarheimili sem hann hafði dvalið á frá því í sumar. Charlton sem var 86 ára hafði dvalið á heimilinu vegna heilabilunar.
Rannsókn hefur leitt í ljós að fallið var það sem orsakaði að lökum andlát Charlton. Við fyrstu skoðun töldu læknar að ekkert hefði komið fyrir Charlton.
Núna er talið að hann hafi fallið á gluggakistuna og mögulega á ofn sem var þar líka.
Þegar sjúkraliðar skoðuðu Charlton aftur sáu þeir bólgur á hálsi hans og læknar voru kallaðir til.
Hann var færður á sjúkrahús þar sem myndataka leiddi í ljós að hann hafði brákað rifbein og væri líklega með lungnabólgu.
Læknar voru sammála um lífslokameðferð á spítala og lést Charlton fimm dögum eftir fallið á hjúkrunarheimilinu. Charlton er einn merkasti knattspyrnumaður í sögu Englands og er goðsögn í sögu Manchester United.