Ivan Toney framherji Brentford verður löglegur aftur á nýju þegar hann hefur afplánað bann sitt fyrir brot á veðmálareglum.
Búist er við að nokkur félög reyni að kaupa enska framherjann sem hafði átt góðu gengi að fagna fyrri bannið.
London Evening Standard segir þannig frá því að Brentford ætli að reyna að fá 80 milljónir punda fyrir Toney í janúar.
Segir blaðið einnig að búist sé við að bæði Arsenal og Chelsea leggi fram tilboð en verðmiðinn er mögulega of hár.
Toney var mættur í enska landsliðið þegar upp komst um brot hans en hann vonast til að ná sér í gang áður en Evrópumótið hefst næsta sumar.