Ensk blöð velta því nú fyrir sér hvort brestir séu í hjónabandi David og Victoria Beckham eftir endalausar fréttir um framhjáhald David.
Það málefni hefur mikið verið til umræðu undanfarið eftir að Beckham heimildaþættirnir komu út á Netflix.
Rebecca Loos sem var viðhald Beckham á árum áður eru verulega ósátt með hvernig Beckham hjónin teiknuðu upp málið í þáttunum og hefur hún orðið fyrir miklu áreiti vegna þess.
Beckham mætti á viðburð í París á mánudag og þar var Victoria ekki með, ensk blöð velta því fyrir sér hvort gömul sár séu að hafa áhrif á hjónabandið. Verið var að veita verðlaun fyrir besta knattspyrnumann í heimi en Beckham var þar einn mættur.
Því þennan sama daga var Loos mætt í viðtal í vinsælum morgunþætti á ITV og ræddi þar um samskipti sín við Beckham.
„Hann hefur aldrei neitað þessu, hann sagði sögu mína klikkaða en það er ekki það sama og að neita því. Það gæti verið sannleikurinn,“ segir Loos.
Rebecca vonar að David geti axlað ábyrgð. „Hann getur hvað sem hann vill, ég skil að hann er að verja ímynd sína. Hann er að teikna sig upp sem fórnarlamb og láta mig líta út sem lygara.“
„Hann er að láta það líta út fyrir að það sé bara mín ábyrgð að Victoria hafi verið í sárum.“