West Ham hefur áhuga á að fá Emile Smith-Rowe til liðs við sig í janúar ef marka má frétt Football Insider.
Miklar vonir voru bundnar við hinn 23 ára gamla Smith-Rowe hjá Arsenal en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki undir stjórn Mikel Arteta undanfarið rúmt ár eða svo.
Hann gæti hugsað sér til hreyfings ef tækifærunum fjölgar ekki.
West Ham gæti þar reynst kostur en félagið vill fá hann til sín.
Smith-Rowe hefur spilað örfáar mínútur í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann hefur byrjað einn leik og kom hann í enska deildabikarnum.