Mikael þjálfaði KFA síðasta sumar og var hársbreidd frá því að koma liðinu upp úr 2. deild karla.
Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar spurðu félagar hans þar, Kristján Óli Sigurðsson og Ríkharð Óskar Guðnason, út í stöðuna.
„Af hverju ertu að fara í einhverja hringi? Við Stjáni erum búnir að hringja austur og allir fyrir austan segja að þú verðir áfram. Af hverju er þetta ekki bara tilkynnt?“ spurði Ríkharð.
Mikael sagði hins vegar að svarið væri að ekkert væri komið á hreint enn.
„Það er ekki komið í ljós enn þá. Það kemur í ljós á næstu dögum en það er ekkert stress. Ég er að koma úr fríi og svo verður þetta bara klárað eða ekki.“
KFA hafnaði í þriðja sæti 2. deildarinnar í sumar með 41 stig, jafnmörg og ÍR sem fór upp. Breiðhyltingar höfðu hins vegar betri markatölu.