Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingismaður og prófessor, lést föstudaginn 27. október síðastliðinn, 95 ára að aldri.
Bjarni var meðal annars mikill íþróttamaður og í dánartilkynningu í Morgunblaði dagsins er ferill hans rifjaður upp. Lék Bjarni allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í knattspyrnu á árunum 1951-1954 og einnig nokkra landsleiki í handknattleik.
Bjarni var heiðursfélagi Víkings. Hann var í íslenska landsliðinu sem lagði Svía að velli 4:3 á Melavellinum 29. júní 1951 í einum frægasta leik landsliðsins fyrr og síðar.