Nú stendur yfir stórleikur Manchester United og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Bláliðar leiða þegar fyrri hálfleikur fer senn að líða undir lok. Erling Braut Haaland skoraði eina mark leiksins hingað til af vítapunktinum.
Vítaspyrnudómurinn þykir umdeildur en það var dæmt víti eftir að Rasmus Hojlund tók Rodri niður í teignum. Atvikið má sjá hér.
Mikil umræða hefur skapast um atvikið milli íslenskra knattspyrnuáhugamanna á Twitter og má sjá brot af umræðunni hér að neðan.
Rosalega soft viti
— saevar petursson (@saevarp) October 29, 2023
Ósamræmi enskra dómara er svo ofboðslega skemmtilegt. Það er bara eitthvað. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) October 29, 2023
Þeir eru bara með reglurnar á shuffle. Algjörlega random hvað er brot og ekki brot á milli leikja.
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) October 29, 2023
Loksins þegar City fær peysutog inn í teig er dæmt víti í VAR. Sáum þetta á Brúnni í síðustu viku og svo hefur þetta reglulega gerst á Old Trafford en aldrei þótt víti áður.
— Einar Guðnason (@EinarGudna) October 29, 2023
Það er geðveikt að sjá United fólk brjálað yfir þessum dómi. Þetta er alltaf víti. Og nei, þetta gerist ekki í hverjum leik eða hverju horni.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 29, 2023
Svo sem hætt að koma manni á óvart að Man United lendi illa í því þökk sé þessu VAR-rusli. Ekki nema tíunda atvikið eða svo á tímabilinu 😴 https://t.co/8VNps39y4J
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 29, 2023
Jæja þá förum við að sjá ansi mörg víti í hverjum leik ef þetta verður línan. Endalaust verið um þetta í vetur.
— Rikki G (@RikkiGje) October 29, 2023
Djöfull er þetta soft heimska ruslið sem þetta VAR er
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) October 29, 2023