Andre Onana sýndi frábær tilþrif í dag í viðureign Manchester United og Manchester City.
Búið er að flauta til hálfleiks í þessari viðureign en Onana varði virkilega vel undir lok fyrri hálfleiks er Erling Haaland skallaði að marki.
Gestirnir í bláu leiða með einu marki en Haaland skoraði einmitt það mark af vítapunktinum.
Varsla Onana var virkilega lagleg eins og má sjá hér fyrir neðan.
Andre Onana’s save 🔥 #MUFC
— MUFC Scoop (@MUFCScoop) October 29, 2023