Wayne Rooney, stjóri Birmingham, var alls ekki ánægður í gær eftir leik liðsins við Southampton í Championship-deildinni.
Rooney var óánægður með dómgæsluna í þessum leik og einnig með spilamennsku sinna manna í 3-1 tapi.
Rooney tók nýlega við Birmingham en gengið hefur verið erfitt undir hans stjórn og var þetta þriðja tap liðsins í röð.
,,Þeir eru með gott lið og eru með þjálfara sem vill spila skemmtilegan og flottan fótbolta,“ sagði Rooney.
,,Ég benti á fyrir leikinn að það eru lið í þessari deild sem vilja spila svoleiðis bolta. Við sýndum aðra hlið af okkur í dag, við gerðum okkur erfitt fyrir.“
,,Auðvitað var þessi vítaspyrnudómur algjör skandall, við fengum þær upplýsingar frá fjórða dómara að um smá snertingu væri að ræða.“